Okkar þjónusta.a8

  • Ástandsskoðun lagna
  • Fóðrun neysluvatnslagna
  • Fóðrun á brunnum og tönkum
  • Alhliða pípulagnir
  • Judo hreinsisíur
  • Hringrásarkerfi


ÁSTANDSSKOÐUN LAGNA
Við hjá Hreinum Lögnum bjóðum okkar viðskiptavinum faglega ástandsskoðun, úttekt og ráðgjöf á lagnakerfum. Með ástandsskoðun er hægt að meta viðhaldsþörf, gera aðgerðaráætlun og koma í veg fyrir óþarfa útgjöld vegna áframhaldandi skemmda, viðgerða og lekatjóns.

Einbýlishús 30.000-50.000.- kr
Fjölbýlishús 60.000-80.000.- kr

 

FÓÐRUN NEYSLUVATNSLAGNA
Varanleg ryðvörn – endurnýjun lagna án uppbrots.
Hreinsun og fóðrun lagna er fyrirbyggjandi viðhald. Það er staðreynd að sinkhúðaðar stállagnir tærast mjög hratt með tilheyrandi ryðmyndun, stíflu og leka. Með fyrirbyggjandi fóðrun er hægt að koma í veg fyrir áframhaldandi skemmdir á lögnum. Fóðrun lagna er varanleg og hagstæð lausn án uppbrots, óþæginda og utanáliggjandi lagna.

Fóðrunarkerfið og efnin voru sérstaklega hönnuð fyrir fóðrun neysluvatnslagna sem umhverfisvæn lausn til þess að koma í veg fyrir tæringu, ryðmyndun, leka og til þess að tryggja framlengdan líftíma lagna. Fóðrunarefnið er vottað af BASTA, metið og samþykkt af Byggvareubdömningen í Svíþjóð.

 

JUDO HREINSISÍUR

Við seljum þýskar hágæða JUDO hreinsisíur í öllum stærðum og gerðum. Filtlausu inntakshreinsisíurnar eru mjög vinsælar enda auðvelt að hreinsa þær og bakskola án þess að þurfa að taka vatnið af húsinu. Einnig erum við með lekavarnir og lausnir fyrir heita potta og sundlaugar.