a4

FÓÐRUN NEYSLUVATNSLAGNA - FYRIRBYGGJANDI VIÐHALD!

-Varanleg ryðvörn – endurnýjun lagna án uppbrots.
Það er staðreynd að sinkhúðaðar stállagnir tærast mjög hratt með tilheyrandi ryðmyndun, stíflu og leka. Með fyrirbyggjandi fóðrun er hægt að koma í veg fyrir áframhaldandi skemmdir á lögnum. Fóðrun lagna er varanleg og hagstæð lausn án uppbrots, óþæginda og utanáliggjandi lagna.

Fóðrunarkerfið og efnin voru sérstaklega hönnuð fyrir fóðrun neysluvatnslagna sem umhverfisvæn lausn til þess að koma í veg fyrir tæringu, ryðmyndun, leka og til þess að tryggja framlengdan líftíma lagna. Fóðrunarefnið er vottað af BASTA, metið og samþykkt af Byggvareubdömningen í Svíþjóð.

Hægt er að fóðra allar lagnategundir og stærðir frá 6mm og stærra. Með okkar efni er hægt að fóðra stál, kopar, plast og galvaniseraðar lagnir.

Hreinar Lagnir - Fóðrun lagna.
Frábær, viðurkennd og vottuð lausn til þess að endurnýja gamlar lagnir.

 

VANDAMÁLIÐ
Tæring, ryðmyndun, stífla og leki
Hvað veldur þessum skemmdum?
Mesti tæringarhraðinn er fyrstu 1-5 árin svo hefst ryðmyndun.a6

  • Efnainnihald og hitastig vatns
  • Mjúkt, efnasnautt með með lágu ph gildi
  • Neysluvatn úr dýpri borholum
  • Vatnsstreymi
  • Hönnun lagna, lagnaleiðir
  • Efnisval lagna
  • Álag á lögnum og minni einangrun
  • Rafleiðni
  • Varmaskiptir – aukin selta örvar efnahvörf

Sýnileg einkenni !

  • Ryðlitað neysluvatn
  • Minni vatnsþrýstingur
  • Tæring og ryð í lögnum minnka gæði neysluvatnsins.
  • Ryðkorn í sigtum
  • Stífla vegna ryðútfellinga
  • Leki á lögnum vegna tæringa
  • LSE-System tæknin er frábær forvörn gegn tæringu og leka
  • Ekki ráðlegt að setja varmaskipt á neysluvatnið

Fóðrun lagna að innan veitir mjög slitsterka og endingargóða vörn gegn tæringu, ryðmyndun og leka. Í neysluvatnslögnum er nýja húðin um 0.5-1mm þykk eftir því hve miklar tæringaskemmdirnar eru.


Hreinar Lagnir nota nýjustu og bestu tækni í fóðrun og endurnýjun lagna án uppbrots og óþæginda fyrir viðskiptavini á verktíma.